Það vita allir að ef að þið væruð með fólk sem virkilega hefði vit á þessum hlutum þá væri verðið hjá ykkur mun hærra, en sumt er bara allt of langt gengið. Litli frændi minn keypti þessa margfrægu Compaq tölvu sem að er bara handónýtt drasl og þið vilduð ekki viðurkenna það en hey gettu hvað! ég fór á netið og hvað fann ég!!!!!
Ég fann á ekki ómerkilegari síðu en cnn.com (fréttagagnagrunninum) fréttatilkynningu frá þeim þar sem þeir eru að svara fólki sem að sagðist keypt compaq tölvu sem að hafði bara ekki gert annað en að frjósa og gerði bara ekki annað en að frjósa!!
Fréttatilkynningin þeirra hljóðaði svo að þeir væru með þennan galla í skoðun og viðurkenndu hann (Annað en einhver pakksretiler á Íslandi) gallinn færist í að stýrikerfið sem að er hálfgerð Compaq útgáfa af Windows98 væri mjög gölluð og verkaði á sumar tölvur að þær frysu í sífellu.
Ég vil að þú svarir þessu hérna og ekki draga orð mín í efa því að þú getur alveg leitað af þessu sjálfur og þú færð örugglega sömu síður niðurstöður og ég því að ég hef slegið sömu lykilorðunum inn nokkrum sinnum og alltaf er cnn síðan með efstu niðurstöðunum.
Það sem ég er að meina með þessu er að þið fylgist ekkert með hvað er að gerast með vörurnar ykkar út í heimi, þið vitið ekkert um vörunar ykkar, ykkar heimskulega viðgerð hefði ekki verið flóknari en að þið hefðu verið aðeins meira upplýstari um þessa vöru og bara lagað þær með því að lesa helvítis leiðbeiningarnar frá Compaq og vúalla!!, laga þennan galla sjálfir.
Eftir að hann litli frændi minn fór með tölvuna í viðgerð 4 dögum eftir að hann keypti hana þá beið hann í 3 vikur!!!!!! eftir að fá hana aftur. Mér finnst það forkastanlegt að þegar fólk kaupir vöru að það sé að skila henni aftur og þurfi að bíða eftir vörunni í 3 vikur, ég mundi segja það að almenn vinnubrögð væri að svona nýkeyptar vörur eins og þessi tölva ættu að fá einhvern smáforgang á, hve margir myndu kaupa tölvur hjá ykkur með því fyrir vissu að hann þyrfti að bíða eftir tölvunni í 3 vikur eftir að fá hana aftur!!!! það er fáránleg og barasta ömurleg þjónusta.
Nú skal ég segja þér hvernig ég tók til hendinni fór með honum niðrí BT tók tölvuna af þeim og gerði sjálfur við hana, ég fór á netið og fann þessar upplýsingar sem ég var að tala um áðan og fór eftir þeim og tölvan hefur látið friðlega síðan.
Nú fer þetta bréf til þín vonandi að enda og langar mér að spyrja þig nokkura spurninga sem þú vonandi svarar mér.
1. Af hverju ætti ég að versla þarna nú eða frændi minn eftir að hafa fengið svona útreið að hálfu BT, þá er ég að meina biðtíman eftir glænýrri tölvu á verkstæði, framkomu starfsfólksins á verkstæðinu þegar það sagði að það hefði ekkert komið út úr þeirra “rannsóknum” (ójá! hann sagði það í alvörunni)
2. Myndir þú sem sem venjulegur einstaklingur virkilega versla þarna aftur tölvu ef að þú hefðir lent í því sama og hann litli frændi minn hérna að ofan?
Ef að þú kemur algerlega af fjöllum þá get ég barasta vísað þér á síðurnar sem að ég rakst á sem að sýnir nákvæmlega það sem hafði verið að tala um:
http://www.zdnet.com/zdnn/stories/news/0,4586,2415518,00.html?chkpt=zdnntopOg hérna líka :
http://www.cnn.com/2000/TECH/computing/01/01/presario.freeze.idg/Hérna er smá bútur úr textanum á zdnet :“It's a known problem and we've been proactive in addressing it,” said Compaq spokeswoman Hedy Baker.
Nú þessi tölva var keypt í Maí á síðasta ári og þessi grein sem ég er að vísa á er frá December 30, 1999 11:41 AM eins og stendur efsta í greininni. Á þessum 4-5 mánuðum virkilega höfðu þið enga vitneskju um að þessi galli sem ég var að tala um væri þekktur meirað segja hjá framleiðandanum og það væri trilljón síður sem að birtu þetta sama innslag, og þið standið bara ráðþrota þegar það eru mismunandi aðilar að koma á verstæðið og segja ykkur alltaf sömu lýsingarnar frá þeirra vandámálum , eru þið virkilega viðurkenndur söluaðaðili Compaq? Ég meina miðað við hvað þetta er stórt battery þá ætti þeir að þjónusta sína söluaðila með upplýsingum eins og þessum. Já gleymdi, einu íslenskukennarinn minn átti við sömu vandamál að stríða hann hafði keypt sömu tölvu og farið með hana og fengið sama bullusvarið frá sama fokkfeisinu á versktæðinu um að það hefði ekkert fundist að tölvunni, ég tjáði honum hvað ég hefði fundið út úr mínum rannsóknum :) og viku seinna sagðist hann ekki hafa lent í neinu veseni með hana eftir að hann hafði farið eftir leiðbeingunum mínum. Þannig að ég er ekkert að magna upp eitthvað einstakt atvik hjá ykkur.
Ég tel mig hafa rökstutt mál mitt af hverju ég tel það fáránlegt að BT sé eitthvað með á mótunum hvað er að gerast í heiminum með vörurnar þeirra og að fyrr póstar séu alveg hárréttir um lítið sannleiksgildi þíns pósts.
Nei framvegis mun ég leiðbeina frænda mínum um val á tölvu heldur en einhver starfsmaður BT sem veit ekki muninn á Eide og Scötsí drifum. Og trúðu mér ef að þú ert eitthvað sár og móðgaður út í mig eftir einhver dónaskap sem að þú sérð í þessum pósti þá biðst ég bara afsökunnar og er í raun bara svekktur eftir ykkar framkomu.
Virðingarfyllst:
arnorg