í dag fór ég í Hönnun (verkfæðiskrifstofa sem átti viðskipti við Tölvulistann þangað til í dag) og talaði við kerfisstjórann sem er vinur minn. Hann ákvað að hjálpa mér í þessu og hringdi í Tölvulistann. Þegar hann ætlaði að fá samband við Hafþór Helgason (munið þetta nafn), rekstrarstjóra, var hann í mat. Gott og blessað, við skildum eftir skilaboð og biðum. Eftir klukkutíma (ca. kl.12:30) hringdum við aftur… hann var ennþá í mat. Enn biðum við til kl.14 og við hringdum aftur og fíflið var ennþá í mat. Við náðum loksins í hann um kl.14:15. Kerfisstjóri Hönnunar talaði við hann og vildi fá að vita hvernig stæði á því að ég væri búinn að fá 3 mismunandi ástæður á því hvers vegna móðurborðið væri ónýtt. Hann útskýrði að það hafi verið koparskrúfa (sem heldur móðurborðinu frá kassanum) undir móðurborðinu sem átti ekki að vera, ss þar sem engin skrúfa var. Ég hugsaði með sjálfum mér, “Oh shit… var þetta þá mér að kenna?” Kerfisstjórinn reddaði mér afslætti á nýju móðurborði en gat ekki látið þá lækka “ákíki-kostnaðinn” sem var 5800kr. Ég staulaðist í Tölvulistann og borgaði 19800kr. fyrir vinnuna og nýja móðurborðið. Ég fór með það aftur í Hönnun og ég og kerfisstjórinn kíktum á þetta. Það var ekkert að ísetningunni. Engin koparskrúfa þar sem hún átti ekki að vera. Þeir hafa verið að ljúga að mér aftur og ég keypti það. Kerfisstjórinn hringdi alveg snar og lét loka reikningnum hjá Tölvulistanum vegna þess að hann vildi ekki versla við svona skíta fyrirtæki lengur. Ég ætla að fara beint í Neytendasamtökin við næsta tækifæri. Ég meina ef fyrirtæki getur ekki skilið það að kúnnarnir halda buisnessinum uppi þá á það skilið að fá svona skell.
dArkpAcT