Sko, ég er einn af þeim kommu-prósentum sem fékk ógallaða tölvu hjá BT.
Þar fékk ég “Vinnuhestinn” og viti menn.. 2 ár síðan og ekki eitt einasta bilunar vandamál!! Ekki neitt. Tölvan hefur alltaf virkað í ÖLLU, þannig að ef maður er svo heppinn að fá tölvu, ógallaða þá er BT góð búð, en viðurkenni samt að BT er allra versta tölvubúð Íslands, og eitt gott dæmi um það;
Ég var að fá mér nýtt skjákort, fyrir ca. 1 ári, ég ætlaði að fá mér Voodoo3 2000, var gott kort, en svo þegar hún kom til baka (leið langur tími á meðan) kom hún með 3D Blaster Savage4 32MB.. jesus christ
En ekki nóg með það, kortið virkaði ekki einu sinni almennilega, upplausin var max. 640x480!! þá sendi ég hana í viðgerð (bad mistake) og þeir TÝNDU VÉLINNI MINNI..! við urðum að fá frænda okkar til að fara að leita að henni, og hún fannst á lager þar sem maður á að geta sótt þær!! En það virkar ekki fyrir okkur, við erum landsbúar..
En ég verð að segja að að BT eru þeir einu sem er nokkuð góðir í leikjum, en bestir í tónlist og DVD.
en það varð að vera eitthvað slæmt í öllum deildum BT..
Ég keypti Project IGI, og hann virkaði ekki, ég fór með hann á “verkstæðið”og einhvað fifl sagði mér að það þyrfti bara að ná í nýjasta driverinn fyrir kortið mitt! og ég gleypti við því, og downloadði 10mb driver og hvað… ÞAÐ VIRKAÐI EKKI RASSGAT!!! Kom alveg sú sama VILLA OG ALLTAF!!
En samt held ég að það sé alltílæ að kaupa sjónvörp, video og DVD og sona dót hjá þeim, þeir geta ekki klúðrað þvi, mesta lagi stillt contrastinn og brightnessið í sjónvörpunum og eikkað fiktað í DVD videonum.
Þið þarna sem vitið ekkert um Bilaðar tölvur.. ekki versla tölvur þar, þótt að ég hafi fengið tölvu, ógallaða hjá þeim, þá eru líkurnar sáralitlar að það gerist hjá þér…
SIGZI