dArkpAcT,
Ég heyrði frá ofur fróðum manni að stöðurafmagn þarf ekki að skemma hlutina strax, heldur getur það ollið því að einhverjar rásir leiði örlítið meiri spennu heldur en áður og smátt og smátt skemmist rásin eða eitthvað á enda hennar. Ég er ekki rafvirki og veit ekki hvort þetta satt. Hins vegar veit ég að móðurborðið mitt varð fyrir ESD* og hefur það látið illa. Fyrst vildi það ekki kveikja á sér, þegar það kveikti á sér þá virkaði allt eðlilega en fór versnandi með tímanum og núna svona sirka 6 mánuðum eftir atvikið verð ég að skipta um borð. Villurnar sem ég var að fá voru mjög random og ég prófaði allann annan vélbúnað í öðrum vélum & nýjan vélbúnað í móðurborðið.
Vegna lélegrar samsetningar segja þeir. Þeir mega ekki dæma fólk svona, alls ekki. Það eru til leiðir til þess að komast að því hvort borðið skemmdist af völdum ESD en ég veit að Tölvulistinn hefur ekki þekkingu til þess (hef starfað þarna og þekki núverandi starfsmenn flesta).
Almennileg þjónusta í þessu tilviki væri að taka við borðinu, segja við þig að þeir ættli að senda það út í RMA og láta þig fá nýtt borð. Ef að þeir ekki gera það þá mega þeir éta skít.
Varðandi kopar skrúfurnar, þær eru til í mörgum stærðum (hæð og þykkt). Ekki er munurinn á þeim samt nógu mikill til þess að valda skaða á móðurborðum. En auðvitað er æskilegt að nota sömu stærð af skrúfum í að festa móðurborðið.
Tölvulistinn er samt ekki allslæmur. Þrátt fyrir svona atvik þá er þjónusta þeirra mun betri en ég hef kynnst annars staðar. Verðin hjá Tölvulistanum eru sæmileg og t.d. DVD myndir margar hverjar ódýrari þarna heldur en í BT. Ég vona að þú náir að tala þá til og fáir þá til að senda borðið í RMA.
*ESD - electrostatic discharge (
http://webopedia.internet.com/TERM/E/ESD.html )
**RMA - return merchandise authorization (
http://whatis.techtarget.com/WhatIs_Definition_Page/0,4152,214330,00.html )