Ég var að koma frá þjónustudeild Tölvulistans að sækja þar tölvuna mína í 3ja sinn. Þannig er mál með vexti, að fyrir rúmum tveim vikum fékk ég mér súperuppfærslutilboð #1 (móðurborð, 1.4 Ghz örri og power supply)fyrir gömlu tölvuna mína. Svo þegar ég fæ hana til baka og ætla að setja nýtt stýrikerfi inn á hana, þá er harði diskurinn ónýtur. Fer ég því aftur með tölvuna til þeirra á þjónustudeildinni (harði diskurinn var í ábyrgð) og það tekur þá VIKU að skipta um harðan disk….
En hvað um það, kannski var bara svona brjálað að gera svona rétt fyrir jólin :P .
Svo þegar ég fæ tölvuna aftur í hendurnar og reyni að setja inn stýrikerfið, þá kemur bara *blue screen* dauðans um að einhver vélbúnaður sé ekki í lagi. Fer ég aftur með tölvuna að sjálfsögðu aftur til þeirra og þegar ég kem að sækja hana segja þeir að einn minniskubburinn hafi verið bilaður og settu þeir nýjan kubb í staðinn (að mér óspurðum). Svo ætluðu þeir að rukka mig fyrir 1 1/2 tíma í vinnu og nýjan minniskubb. Mér fannst það nú heldur ósanngjarnt þar sem ég hafði fengið tölvuna tvisvar frá þeim ónothæfa og þá segja þeir mér að hún hafi verið tékkuð út frá þeim í bæði skiptin Í LAGI!!! Þá varð ég alveg brjálaður og hundskammaðist í þeim og heimtaði yfirmann. Spurði ég yfirmanninn hvernig tékkun færi fram fyrst talvan gat sloppið tvisvar út frá þeim biluð og þeir segja hana í lagi í bæði skiptin. Eftir mikið stapp fékk ég 1 klst í vinnu fellda niður, en ég er langt í frá sáttur. Það vill svo til að ég hef unnið við tölvur í mörg ár og veit því hvernig vélbúnaðurinn virkar, hefði ég verið einhver Jón Jónsson, þá hefði ég aldrei fengið eina klst fellda niður. Þeir reyndu að drekkja mér í tæknimáli og þegar ég gat svarað þeim, þá urðu þeir að gera eitthvað. Minniskubbinn sætti ég mig alveg við að borga, en að þurfa að borga þeim fyrir vinnuna við að leita að bilun sem gerðist hjá þeim finnst mér alveg glatað. Mér er alveg sama um peninginn, þetta er bara prinsip atriði.
Allavegna mun ég aldrei kaupa hjá þeim aftur og mun ráðleggja öllum sem ég þekki það sama.
Havð finnst ykkur kæru hugarar, er ég ósanngjarn gagnvart þeim eða?