Framtíðin á örgjörvamarkaðinum Jæja, kominn föstudagur og ég er að reyna að drepa tímann til kl 5 og ætla aðeins að gefa ykkur smá innsýn í framtíðina á örgjörvamarkaðinum…

AMD: Ekkert glænýtt hjá þeim á leiðinni, 1.3 ghz tbird kemur sennilega 5. mars. Þeir ná ekki að reipa þessum core meira og 1.3 ghz er limitð á honum þannig að þeir eru með “nýjan” core á leiðinni sem er bara tbird coreinn gerður með einhverju öðru sílíkoni eða eitthvað þannig að þeir gefa mikið minni hita frá sér(óstafðfesta heimildir segja að þeir hafi náð að keyra hann á 1.5 ghz með bara kæliplötu, engri viftu(386 anyone? :)) Þessi core heitir Pelminio og það er í raun ekkert nýtt í honum nema hann gefur frá sér minni hita en tbird. Getum búist við að sjá í hann seinni part sumarsins. Þeir sem fíla þessa budget örra þá er Duron líka að gefast upp af sökum hita og þá mun Morgan taka við af honum og fara með þann core eitthvað yfir ghz(megið búast við Morgan í kringum haustið).
Síðan munu báðir þessir örrar(palminio og morgan) fara á .13 míkróna flögu þegar þess þarf


Intel: Frekar mikið að gerast hjá þeim, en því miður ekkert gott :)
Þeir eru með glænýjan core(p4) og þeir geta haldið áfram að hækka hraðan á honum upp í ca 1.7-2 ghz mundi ég giska á. Þeir eru síðan líka að fara að koma með reworked útgáfu af PIII sem er á .13 míkróna flögu og kallast Tualatin. Núna fyrir stuttu kom í ljós að intel ætla að fókusa þessum Tualatin´á ferðatölvur, og láta p4 og hinn gelda celeron um desktops markaðinn. Ég hef líka heyrt eitthvað um einhvern Northwood örra, en ég veit ekki hvort það er piii, p4 eða eitthvað annað, en það á víst ekki að vera mjög langt í hann(seinni part sumars) og hann á að nota DDR minni(loksins dömpar intel rambus).

Ég er nokkuð viss um að ég sé að gleyma einhverju, endilega segið mér frá því eða spurjið mig or sumth.. :)
“I refuse to have a battle of wits with an unarmed person”