Sælir hugarar.
Núna á föstudaginn síðasta fékk ég afhenta glænýja Asus M2400N, ferðatölvu, frá Boðeind, sem þurfti að sérpanta en það tók innan við 2 vikur, sem er mjög ásættanlegt. Svo fór maður heim með gripinn og rífur þetta uppúr kassanum, og skellir henni í hleðslu. Fyrsta hleðslan hjá mér var eins og maður hleður vélina venjulega. En það er svokallað battery refresh í bios á þessari vél, sem er ráðlagt á 2 mánaða fresti, og á að lengja líftíma rafhlöðunnar verulega. Gripurinn kostar 200 og eitthvað þúsund. (Mjög gott verð, miðað við spekka !)
Vélin sjálf: Hún er mjög nett, með 14.4“ skjá, það fer ekki stærra á hana. Það er alveg nóg fyrir mig. Þessi gerð er Centrino lína Asus, M línan. Mín er með 1.6 GHz Intel Mobile örgjörva ásamt pakkanum frá intel, þráðlaust netkort (11mb), og kubbasett frá Intel líka, sem saman myndar ”Centrino" (Og centrino er aldrei örgjörvi, bara þessi pakki sem samanstendur af ofannefndu)
Svo getur maður ekki sparað sér í minnið, 512 mb af DDR so-dimm þykir mér gott, 256mb er lágmark að mínu mati, og svo í geymsluplássið eru 60 gígabæt, sem er þægilegt, en ég hef ekki látið á það reyna ennþá. Svo eitt það besta í vélinni er 2x hraða DVD-RW mynddiskabrennari, einnig venjulegur CD brennari. Ég verð að vígja hann bráðlega.
Svo er algjör snilld, ýta á einn takka, þá er ég með panel framan á henni, hækka lækka, næsta lag, síðasta lag, play/pause og stop takki. Með þessu get ég notað bara geisladrifið sjálft, og vélin ræsist ekki í þessu, mjög þægilegt og skemmtilegt.
Svo er USB 2.0, FireWire, Infrared port, og fl. Hún hefur samt
ekki TV-out. Það er nóg að hafa 2 vélar með því hérna heima, og önnur er mini-itx svo það er lítið mál að færa hana.
Með vélinni kemur þessi fína fína taska, spennugjafi auðvitað, og driver diskar og það sem fylgir þessu yfirleitt.
Þetta er bara lúxus, og ég get alveg mælt með þessari vél. Og svo 2.2 kg fyrir tölvu er ekki neitt.
Vona að menn geti nýtt sér þetta fyrir komandi fartölvu kaup, ég hef alltaf verið hrifnastur af IBM, Asus, og kannski HP.
http://www.simnet.is/hlynzi/lappi.jpg
http://www.asus.com/products/notebook/m2000n/overview .htm