Þetta á nú kannski ekki heima í vélbúnaður en þetta fellur ekki undir neitt hér á Huga svo ég skelli þessu bara hér.
Ég er ný búinn að lesa grein um hvernig Microsoft mun koma í veg fyrir að hægt verði að aftir Windows XP og Office XP. Ég er ekki viss hvort búið er að taka ákvörðun um hvort að þetta verði örugglega svona en ég vona bara ekki því kúnnarnir eiga líklega eftir að verða algerlega brjálaðir á þessu.
Ok svona er þetta. Þegar þú kaupir hugbúnaðinn færð þú serialnúmer svona eins og gengur í dag. Nú setur þú hugbúnaðinn inná tölvuna. Hugbúnaðurinn skoðar nú tölvuna hjá þér og reiknar út svokallað HASH gildi fyrir það hardware sem þú ert með. Því næst þarft þú að fara á heimasíðu Microsoft eða hringja í þá, gefa þeim upp serialnúmerið og HASH gildið. Þeir gefa þér svo tölu til baka sem aflæsir hugbúnaðinum. Þetta þarft þú að gera á innanvið 60 dögum frá því að þú setur búnaðinn upp. Nú þú mátt gera þetta í tvö skipti því þú mátt setja búnaðinn upp á t.d. heimilistölvunni og svo ferðatölvunni þinni. Svo koma spurningar um hvað gerist ef þú skiptir um hardware í tölvunni. Jú hugbúnaðurinn leifir þér að skipta um eða bæta við tveimur hardware hlutum án þess að kvarta en ef þú skiptir um meira þarft þú að ná þér í nýja lykiltölu. Nú er bara spurningin hvort þú ert búinn að eyða báðum skiptunum þínum eða ekki.
Þegar Microsoft var spurt af því hvað þeir ættluðu að gera ef einhver hringdi og segðist hafa verið að fá sér nýja tölvu og að hann vildi nota Windowsið sitt á henni en hann er búinn að eyða báðum leifunum sínum, svöruðu þeir því að þjónustu fulltrúinn sem tæki símtalið myndi meta það hvort kúnnin væri að segja satt eða að reyna að stela hugbúnaðinum. Ég veit nú ekki alveg hvernig þjónustufulltrúinn á að sjá það og er því algerlega hand viss um að þessi afritunarvörn hjá þeim á eftir að fara út í hreina vitleysu og á eftir að valda mörgum kúnnanum miklum vandræðum. Microsoft ætlar kannski að ráða miðla í þjónustufulltrúa störfin svo þeir viti hverjir eru að ljúga og hverjir eru að segja satt.