Ég keypti mér nýtt móðurborð í Tölvulistanum fyrir ekki svo löngu, á að vera frekar gott borð nforce 2
k7n2 DELTA. Svo fer ég heim með borðið og skelli borðinu í.
Ekkert vandamál með það.
Svo kveiki ég á vélinni og fæ bluescreen í staðinn fyrir windows mér er sagt að það sé bara eðlilegt vandamál þar sem ég var með via kubbasett fyrir.
Þá straujaði ég og setti upp Win XP pro, en vélin vildi bara ekki ganga almennilega rebootaði í sífellu og hrundi alveg með reglulegu millibili og á endanum var ég búinn að strauja tvisvar eða þrisvar og setja upp windows og linux óteljandi sinnum og rífa vélina í sundur og setja hana saman aftur, prufa hvort vinnsluminnin væru skemmd með að ræsa með bara öðrum kubbnum í einu og prufa allar hugsanlegar stillingar á minninu og sett saman tölvuna aftur með gamla móðurborðinu ( shuttle ak 39 sem er kt 400 borð )
Eftir að hafa brasað í þessu heillengi komst ég að þeirri niðurstöðu að það hlyti eiginlega eithvað að vera að þessu borði og fór með það í Tölvulistann og ætlaði að fá nýtt eða peningana til baka.
Afgreiðslumaðurinn tók á móti , en sagðist ekki mega láta mig fá nýtt né endurgreiða mér fyrr en það væri búið að líta á þetta.
Daginn eftir fór ég að athuga hvernig staðan væri, þá var búið að prófa borðið og allt virkaði fullkomnlega hjá þeim, eithvað sem ég hafði svo sem átt von á.
Eftir að hafa talað við afgreiðslumann sem greinilega var fyrirfram búinn að ákveða það að ég kynni greinilega ekki að setja saman tölvur og þetta hlyti þvi að vera einhver vitleysa í mér.
Svo spurði hann mig hvernig minni ég sé með, en ég er með 2 x 256 MB 266 mhz kubba annan samsung og hinn infinity sem virka fullkomnlega. Þá segir hann að það hljóti að vera vandamálið því að svona borð séu svo rosalega næm fyrir minni og að ég þyrfti bara að kaupa mér 333 mhz kingston minni til að fá þetta til að virka.
Ég benti honum þá að að þá hlyti borðið að vera gallað fyrst það sé ekki að virka með vinnsluminni sem það á óumdeilanlega að virka með.
Sölumaðurinn fór þá bara að ýja því að ég væri með drasl vinnsluminni og að svona “góð” borð virkuðu ekki með því og klekkir svo út með því að segja “ég meina það er til fullt af dót sem Á að virka en gerir það ekki, viltu að það standi á kassanum nákvæmlega frá hvaða minnisframleiðendum þetta borð virkar”. Hann vissi greinilega ekki að þetta er staðlað og að auðvitað á borðið að virka með minni frá öllum framleiðendum því annars er það gölluð eða svikin vara.
Svo fór hann og talaði við versunarstjórann og í sameiningu komust þeir að þeirri niðurstöðu að vandamálið væri mitt því að augljóslega væri ég með lélegt vinnsluminni og að ég þyrfti bara að kaupa mér almennilegt vinnsluminni til að fá þetta borð til að virka.
Eftir eithvað röfl við sölumanninn tók það sem hneyklsaði mig mest við, hann segir að ég skuldi þeim í raun og veru 17 Þúsund Krónur fyrir 3 tíma vinnsu sem tæknimaðurinn eyddi í að skoða borðið en ákveður að rukka mig BARA um 2900 Krónur fyrir skoðunargjald.
Ég neitaði eðlilega að borga þar sem ég taldi og tel að borðið sé augljóslega gallað, enda styður það ekki vélbúnað sem það segist styðja hann talaði við verslunrstjórann og þeir ákveða að bjóða mér að kaupa 2 x 256 MB 333 mhz kingston kubba á 14 þúsund og sleppa mér við skoðunargjaldið.
Þarna var ég búinn að fá mig gjörsamlega fullsaddann á þessu og sagðist ekki borga þeim krónu og vildi fá borð sem virkaði eða peninginn til baka, þá rauk verslunarstjórinn í burtu með móðurborðið og sagði að ég fengi þetta borð ekkert fyrr en ég borgaði þeim peninginn sem ég skuldaði þeim og lét mig ekki fá neina kvittun fyrir því að ég ætti borðið hjá þeim.
Til að gera langa sögu stutta þá er málið svona, ég kaupi hlut A sem á að virka 100 % með hlut B. Hlutur A virkar greinilega ekki með hlut B þannig að ég skila hluta A og vil hlut A sem virkar eða peninginn til baka. Þá segir seljandi að ég verði bara að kaupa nýjan hlut B til að hlutur A geti virkað, þó svo að ég hafi ekki verið í þeim hugleiðingum að kaupa nýjan hlut B þar sem ég á hlut B í fullkomnu lagi.
Hvað finnst ykkur um þessa viðskiptahætti þeirra ?
______________________________________