Well, í fyrsta lagi mun ekkert verða “betri stuðningur fyrir leiki”. Þessu eru þessir örvitar búnir að lofa með nákvæmlega hverri annarri og einustu útgáfu af Windows nema NT, enda NT eitt það skásta sem þessir djöflar hafa búið til. *Það* er rokk-stabílt (ef maður uppfærir reglulega eins og að sjálfsögðu á að gera í öllum stýrikerfum). Allavega, það verður ekkert “betri leikjastuðningur” í Whistler heldur en WinME og það get ég fullyrt svo léttilega vegna þess að ef leikurinn virkar ekki á Win98 eða WinME, er hann einfaldlega ekki gerður fyrir Windows-stýrikerfið yfirhöfuð. Hvernig Whistler á því að fara að vera betri í því að styðja leiki sé ég ekki alveg. Hvernig verður stuðningur meiri en 100%? Hann verður kannski meiri en í Win2K… annars… leikir smeikir. Maður á ekki að dæma stýrikerfi út frá því hvaða leikir eru til á það.
En samt… hver veit… þeir gerðu slæmt með því að vera eitthvað að púkka upp á Win98-strúktúrinn áfram… þeir áttu að gefa bara út Win2K og segja svo við leikjaframleiðendur að þeir skulu bara andskotast til að styðja Win2K og hætta þessu andskotans semi-DOS vitleysu sem er til staðar í Win95, Win98 og WinME. NT-byggingin er það eina sem er af minnsta viti hvað Windows varðar.
En svona miðað við það að Microsoft virðist hafa haft áhuga á að bæta sitt ráð upp á síðkastið… hver veit. Kannski er eitthvað vit í þessu.