THX-kerfi á heimilistölvur
Fyrirtækið Lucasfilm, sem fann upp THX-kerfið sem breytti lífi bíógesta fyrir nokkrum árum, setti nýlega á markað í samvinnu við Dell tölvuframleiðandann THX-hugbúnaðarstaðal fyrir heimilistölvur. Með þessu segjast forsvarsmenn fyrirtækjanna vera að mæta þörfum tölvunotenda sem í síauknum mæli hlusta á geisladiska, horfa á DVD-myndir eða spila sífellt háþróaðari tölvuleiki í tölvunum sínum. Hópurinn frá Lucasfilm kom einnig upp með nýtt skjákort þar sem bíómyndir á DVD hafa oft ekki nógu mikil myndgæði á tölvuskjám. Kortið gagnast einnig tölvuleikjaunnendum. Nú þegar eru nokkrir tölvuleikjaframleiðendur byrjaðir að vinna með THX-staðalinn og er fyrirtækið Origin Systems í Texas eitt þeirra. Origin Systems gaf meðal annars út upphaflega Wing Commander-leikinn sem byggður er á Star Wars-myndunum góðu sem George Lucas, stofnandi Lucasfilm, leikstýrði einmitt.
Nú verður sko gaman að vera í tölvuleikjum og horfa á DVD:)