nanó vírar :o) Þetta ætti að vera interesting fyrir vélbúnað

Vísindamenn í Institute for Surface and Interface Science í University of California, Irvine(http://www.physics.uci.edu/~isis/),
eru núna búnir að finna leið til að búa til leiðandi víra sem eru 15nm að stærð..
Hingað til hefur alltaf verið vandamál að tengja þá saman vegna þess að svona þunnir vírar eru mjög brothættir þannig að ekki var hægt að fá eina langa, óbrotna, heild.

En núna geta þeir s.s. gert víra sem eru svona 15nm í þvermál og allt að 1/2 millimeter að lengd… og tengt þá saman.

Þetta er mjög áhugavert vegna þess að þá er hægt að gera vélbúnað í t.d. tölvur sem taka MIKIÐ minna pláss og þar sem einnig er verið að rannsaka transistor tækni á nanóskalanum er einnig mögulegt að fljótlega fáum við bara tæki sem eru nokkrir millimetrar eða jafnvel niðrí nanómetra að stærð :o)


Fyrir stuttu las ég líka um vísindamenn sem voru að gera eitt atóm að einum bita, þá gat eitt atóm verið annaðhvort 1 eða 0.. ýmindið ykkur ef maður getur verið að ná tölvum sem eru að vinna með atómin sem binary teljara eða eitthvað álíka…. ef þetta er ekki framtíðin í tölvugeiranum þá veit ég ekki hvað :o)

(fyrir þá sem eru ekki vissir þá er nanó s.s. 1 í -9.veldi)
nanómeter - míkrómeter - millimeter - meter - kílómeter
skiljiði? :o)

Áhugavert eða hvað???


skoðið greinina um vírana á http://www.eetimes.com/story/technology/OEG20010116S0031

og fylgist með tækniframförum í nanótæknigeiranum á,
http://www.tomshardware.com/technews/index.html