Ég hef verið að reyna að setja upp aukaskjákort í vélina hjá mér til að geta haft tvo skjái tengda við hana. (Mjög nauðsynlegt) Þegar ég var með Windows 98 þá var ekkert vandamál en eftir að ég uppfærði í Windows 2000 þá kom ég ekki kortinu til að virka. Ég er með fyrir í tölvunni AGP kort og hef verið að reyna að fá PCI kort til að virka með þessu. Ég á 2 PCI kort sem ég hef verið að reyna og eru bæði með S3 chipsetti. Sama hvað ég reyni virkar þetta því miður ekki, ég er búinn að sækja nýjustu drivera og allt slíkt en ekkert virkar.
Í kvöld fékk ég lánað Creative kort frá félaga mínum og viti menn þetta small saman. Ekkert vandamál.

Af þessu dreg ég þá ályktun að Windows 2000 er eins og konan mín að sumu leyti… vill bara merkjavöru. Noname kortin virkuðu ekki en um leið og 3 ára gamalt Creative kort kom í tölvuna þá small þetta saman. Ótrúlegt…

Þannig ef að þið eigið í vandræðum með að koma öðru skjákorti til að virka með Windows 2000 þá er alls ekki víst að kortið sem að þú notaðir með Windows 98 virki saman með Windows 2000. Það er bara að prófa fleirri kort.

Nóg í bili…
Xavie