Já halló,

Ég keypti mér í Boðeind kort ADSL kort frá asus. Þetta er bara módem, sem þýðir að ég þarf bara smásíu, í hana tengi ég símasnúru og úr smásíunni kemur snúra sem fer í módemið.

Þetta módem, ólíkt Alcatel 1000 módemunum frá LS, þarf ekki IP tölu og þar af leiðandi ekki netkort. Þetta hljómaði miklu, miklu sniðugara. Ég hringdi í Boðeind og spurði þá um þetta kort, þeir sögðust hafa testað það og það svínvirkar, eina sem ég þyrfti að gera er að panta ADSLið og hafa það á P-POTS [fyrir analog línur] en ekki ISDN-POTS.

Ok ég gerði það :) Síðan fór ég með módemið heim installaði því en ekkert virkaði. Ég hringdi í Boðeind og þeir sögðu mér hvað ég þyrfti að gera, núna ætla ég að sýna hvað ég gerði því ég vonast til að einhverjir sem lesa þetta eru með sama módem:

Þegar ég var búinn að isntalla driver win982364 fyrir WinME, þá kom upp window sem ég gat valið Advanced eða NExt.

Ég valdi Advanced, þar stillti ég VPI: 8 og VCI: 48 !
Svo var ADSL MODE: ég skrifa bara það sem var í sviganum [G.dmt.]

Ok þetta virkaði allt og ég gerði Run diagnostic á módeminu og allt fínt þar. Síðan keypti ég Internetnetþjónustu hjá símanum internet. Þannig þegar ég hringi inn þá geri ég bara símanumer 0 og slæ bara inn símanumer og password.

En hvað gerist nú ! í hægra horninu niðri þá er svona lítið módem Icon sem segir mér hvort hún detecti ADSL [semsagt ADSL frá LAndssímanum] En þar finnur hún ekkert gerir bara: connecting - Detetectin endalaust!!

Ég hafði samband við Boðeind þeir sögðu mér að Landssíminn hefði þá líkelga sett þetta á ISDN-POTs ég hringi í landssímann og lét mann fara niðri í stöðina en sagði að þetta væri á P-POTS, en þeir í Boðeind sögðu mér að margt fólk sem keypti módem hjá þeim hefði líka lent í þessu og að landssíminn hefði bara fullyrt þetta en þetta væri rangt., og að Boðeind mennirnir hefðu sjálfir lent í þessu.

Núna veit ég ekki rass hvað ég á að gera?? Það er eitt í viðbót sem á eftir að segja, ég er hjá Íslandssíma með símajþjónustu en ADSL hjá landssímanum og símann internet sem ISP [internet service provider]. Gæti það valdið einhveri conflicti að ég sé hjá Íslandssíma? OG hafa einhverjir hér lent í þessu ég bara spyr?'


bóndi í ADSL vandræðum.