Jæja…ég er að horfa á þetta en hef gefist upp :(
Útsendingin er alltaf að slitna og er leiðinlega slow.
En hér kemur úrdráttur á því litla sem ég sá:
G4 500 hefur verið það besta frá þeim í 18 mánuði.
Nú kemur allveg ný lína af vélum:
G4 466, 533, 667 og 733MHz útgáfur með 133MHz bus og AGP4.Nýtt hljóðkort/stýring og 1Gb/s netkort er standard.
Það sem er líka nýtt að í topp 3 módelunum er GeForce 2 MX verður standard. Bæ bæ ATI ;)
Í 733MHz vélinni verður DVD-R standard (drif sem les/skrifar á DVD/CD-R/CD-RW) en CD-RW á öðrum týpum. DVD-R drifið getur skrifað DVD myndir og verður hægt að búa til svoleiðis á vélunum. DVD-R diskar munu kosta USD 10,-/stk. eða 49,95 fyrir 10 diska kassa.
466 og 533 verða fáanlegar frá og með deginum í dag en 667 og 733 verða komnar í febrúar.
Verð eru komin og verða þau: (USA USD)
466 - 1699,-
533 - 2199,-
667 - 2799,-
733 - 3499,-
Þetta er náttúrulega án skjás :(
Mac OS X
Kemur út 24 mars og verðið verður USD 129,-
Mac OS X er bara nokkuð kúl stýrikerfi sem gaman væri einhvern tíman að prófa.
Powerbook G4 500
Algjörlega ný hönnun á ferðatölvu!
Hús gert úr Títaníum! 1“ þykk, 2,5 kg., 15,2” skjár, 5 klst batterí, slot load DVD.
Þetta hljómar vel…Þetta var svolítið óljóst en ég heyrði einhverstaðar að GeForce Go skjákort ætti að vera í vélinni…veit ekki.
Verð: 2599,- USD
Jæja, nenni þessu ekki lengur, orðin leiður á þessu slitrótta sambandi…
BOSS
There are only 10 types of people in the world:
Jæja..það er bezt að makkamaðurinn fái að tjá sig…
Það er ekki GeForce Go í Powerbook vélinni, því miður en mig grunar að apple hendi ATi Rage Mobility ruslinu úr vélinni um leið og Go kubburinn verður fáanlegur.
PowerBook vélin er _langflottasta_ tölva sem ég hef nokkurntímann séð. Punktur! Synd samt að það skuli vanta GeForce kubbinn.
Íslandssími er líka með Akamai server…SI eru ekki einir um það. :)
Nýju G4 vélarnar virðast ekki vera með DVD drifi (nema náttúrulega 733 MHz vélin) sem mér þykir skrítið…þetta á líklega eftir að skýrast eitthvað eftir því sem á líður.
GeForce MX er orðið standard, nema á 466 MHz vélinni.
Aðaldæmið á sýningunni var náttúrulega iDVD og iTunes.
iTunes er mp3 player/encoder/cdburner án takmarkana. Þú getur, ef þú vilt, encodað sem VBR 256 (Steve encodaði lag á 8x á sýningunni) og brennt síðan þau lög sem þú vilt á þeim hraða sem brennarinn ræður við. Allt þetta gerist í einum glugga og auðvitað er pakkinn frír. :)
Með iDVD geturðu tekið alla visual mediu (JPEG, GIF, .MOV, .MPG, etc.) dregið það inn í glugga í forritinu og sett upp DVD sem þú getur svo brennt (með forritinu) á DVD-R drifinu og spilað í venjulegum DVD spilara.
0
Ehm, ef þú hefur ‘ekki áhuga á að eignast svoleiðis’…af hverju sagðirðu þá við mig í símann ‘ég hefði nú ekkert á móti því að eiga eina svona’? :)
Ég bara varð.
Friðu
0
Hehehe…..
Ég var að meina PowerBook'inn…Hún er flottasta labtop vél sem hefur nokkurn tímann verið framleidd, punktur. Þar er ég sammála þér ;-)
Og rétt er það, ég væri sko til í að eignast svoleiðis. En ekki desktop vél!
Friður á móti
BOSS
There are only 10 types of people in the world:
0