Ég ætla að reyna að fara yfir helstu verkefnin sem í boði eru
fyrir þá sem vilja nota dauðan tíma á vélunum sínum til ‘góðs’.
http://mersenne.org/prime.htm - ‘Text-only’ (bakgrunnsforrit) .
Leitar að prímtölum á forminu 2ˆp-1 (tveir í veldinu af p mínus
einn) þar sem ‘p’ er einhver tala. Það eru 100.000 dollara
verðlaun í boði fyrir þann sem fyrstur finnur TÍU MILLJÓN
STAFA prímtölu. Þið getið sjálf reiknað út hversu margar tölur
sem eru a.m.k. tíu milljón stafir að lengd eru líklegar að verða
prímtölur. Til gamans má geta þess að ein vél (Pentium2 að
keyra NT 4) er að vinna með eina tölu (gá hvort hún er
prímtala) og er áætlaður loka tími eftir u.þ.b. ÁR!
www.popularpower.com - Screensaver. Fyrirtæki sem lofar að
borga þér fyrir að fá að nota tölvuna þína við að leysa einhver
verkefni. Þeir eru ekki farnir að borga ennþá og reyndar er
hugbúnaðurinn, sem notar Java, er ekki fullkláraður ennþá, en
þetta lofar góðu. Styður Windows, MacOS og Linux. Krefst
þess (enn sem komið er) að vélin sé sítengd við netið.
www.distributed.net - ‘Text-only’ (bakgrunnsforrit. Hérna eru
tvö verkefni í gangi.
Annað verkefnið er að reyna að finna s.k. Optimal Golomb
Ruler 24 og 25. Þetta eru sett af 23 og 24 stafa tölum þar sem
ekkert par hefur sama mun. Dæmi um OGR er 0,1,4,9,11.
Engin verðlaun eru í boði.
Hitt verkefni (og það verkefni sem ég læt tölvurnar mínar vinna
í) er RC5-64. Þetta verkefni reynir að brjóta upp læsta skrá
með því að giska á alla möguleikana. 10,000 dollara verðlaun
eru í boði. Hugbúnaður fyrir að ég held allar tölvur nema Altair
og nokkuð góður stuðningur við SSE/SSE2/MMX/AltiVec. Til
gamans má geta að G4 450 vél tekur 1100 MHz Athlon í
boruna í RC5 en Athloninn er með yfirburðastöðu í OGR.
www.entropia.com - Svipað og popularpower.com - eldra
fyrirtæki. Þegar ekki er verið að vinna að verkefnum sem borga
peninga er verið að vinna í ‘Fight AIDS @ home’ (önnur
væntanleg). Hefur ekki hugbúnað nema fyrir windows (ekkert
fyrir Linux, MacOS eða aðrar tölvur)
setiathome.ssl.berkeley.edu - Leit að geimverum. 2.664.548
tölvur (við seinustu talningu) að leita að ógreinilegum
merkjum frá Arecibo stjörnusjónaukanum í Puerto Rico. Allt of
margar tölvur að vinna með of litlar upplýsingar að mínu mati
(það kemur nokkuð oft fyrir að sami ‘pakkinn’ sé sendur til
tveggja eða fleiri notenda). Hugbúnaður fyrir
Windows/MacOS/MacOS X og ‘text-only’ hugbúnaður fyrir
UNIX, WinNT, OS/2, BeOS, Mac OS X Server, OpenVMS ofl.
Enginn stuðningur við örgjörvaviðbætur eins og
MMX/SSE/AltiVec.
Dæmi nú hver fyrir sig
Friðu