Borgar sig að panta vélbúnað að utan ?
Jæja …. Ég hafði pælt tölvuvert í þessu. Ég ákvað að athuga með markaðinn vegna þess að mig vantaði tölvudót í vélina mína. Ég fór á ebay.com og keypti 200 GB harðan disk þar fyrir $230 (18400 kr) þar sem ég er með addressu úti í gegnum fyrirtæki sem heitir ACCESS USA ( http://www.myus.com ) sem virkar þannig að ég læt senda það sem ég vinn á ebay uppboðum eða hvað sem ég versla í usa þangað. Þeir pakka síðan inn og senda til íslands þegar ég bið um það. 200 GB harður diskur kostar ódýrast hér á landi 35.515 kr hjá tölvuvirkni.net og er upp í 40 þúsund hjá öðrum fyrirtækjum þannig að þegar það er búið að bæta sendingarkostnaði við þetta og vaskinum 18400 x 1.245 = 22.908 + sendingarkostnaði þá er hann hingað kominn á c.a. 25-27 þúsund þannig að mér sýnist þetta margborga sig. Hvað finnst ykkur ? hafið þið einhverja reynslu af svona viðskiptum endilega látið ljós ykkar skína í málefnalegum umræðum. Væri gaman að heyra reynslusögur af svona.