(þegar ég keypti það var ég EKKI búinn að lesa greinina Fall 3dfx!)
Okei, byrjum á byrjuninni. Talvan mín er ekki alveg sú nýjasta á markaðnum, en engu að síður ágæt til síns brúks. Mig hefur lengi langað í þrívíddarkort og almennilega grafík en gamli jálkurinn minn ræður nú ekki við hvað sem er þannig að ég skellti mér á Voodoo3 3000, hef aldrei heyrt neitt nema gott af Voodoo kortunum og var EKKI búinn að lesa greinina fall 3dfx.
Svo í dag var ég heima hjá vini mínum þar sem hann var að leita sér að mús á netinu, þá sjáum við hjá Hugveri Gforce2(veit ekkert hvort þetta er rétt skrifað) kort á 14.900! (sem er jafn mikið og kortið mitt kostaði!) Þetta kort er líka á eins tilboði í BT!
Nú er ég hálfsvekktur, en samt ekkert mjög, kortið virkar mjög vel og margir leikir hjá mér eru bara eins í nýir leikir! En samt, ég get ekki sagt að ég sé mjög ánægður, sérstaklega eftir að ég las greinina um fall 3dfx! þess vegna langar mig að vita eitt, af hverju kostar nýtt Gforce kort jafn mikið og gamallt Voodoo ?
Eru Gforce kortin léleg ? Eða hvað ? Maður fær sér sennilega nýtt kort einhvern tíman í framtíðinni og þess vegna langarmig að vita meir um Gforce kortin. Ég er ekki alveg nógu sáttur með þetta!
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _