jæja, fyrst ætla ég að fara yfir kortið sjálft (Hardware). Kortið sjálft kemur fram undir nafninu Conexant 2388x Video Capture í tölvuni. kortið getur líka tekið inn mynd (1) en þetta er RCA video staðallinn. Kortið býður líka uppá sjónvarpsstaðla fyrir allann heiminn, t.d. NTSC-M/J og PAL-B/G/D. Kortið hefur audio-out til að tengja beint í audio-in á hljóðkorti. Snúru þarf til að tengja á milli, en hún fylgjir með. Fjarstýring fylgjir líka með pakkanum sem er mjög nett og lítil með öllum möguleikurm og ekki nema 5mm þykk!
Nú tek ég fyrir hugbúnað (Software). Pakkinn styður loftnet og breiðband. hægt er að sjá “prufu” af hverri stöð í einu. þá meina ég “Surfing” eins og það er kallað í forritinu sjálfu sem gerir þér kleyft að skipta skjánum niður í 16 ferhyrnda glugga sem sýna svo allar stöðvarnar sem stylltar eru inn. Forritið sem fylgir heitir MSI PVS og er frá InterVideo. Forritið hefur tímaáætlun (scheduler) innbyggða. Það þýðir að hægt er að stilla inn áætlun um upptöku, og forritið kveikir sjálfkrafa á upptöku ef tölvan er í gangi. Forrit fyrir textavarp fylgir með og heitir Genesis Teletext Lite og er mjög einfalt í notkun.
Þetta var svona það helsta sem ég vildi segja þetta sinn, en pakkinn hefur mikið fleiri fídusa sem ég tel ekki hér upp.
Takk fyrir mig!
Varist að hafa orðið “vefstjóri” í undirskrift því þá tekur *vefstjóri það út! :) Vinsamlegast hafið ekki fleiri en 4 línur í undirskrift.