Ekki er oft sem að hrósað er búðum í greinum á þessu áhugamáli, en ætla ég að gera það.
Ég uppgvötaði tölvuvirkni í janúar og hef síðan beint viðskiptum mínum þangað, enda yfirleitt með ódýrar og góðar vörur…hvað þá þjónustu.
Hérna kemur ein saga frá þessari búð: Ég var í góðum gír að uppfæra fyrir vin minn, og ætlaði að fjárfesta í minni, móðurborði og viftu hjá tölvulistanum. Ég athugaði með minni á vaktin.is og ákvað að bíða aðeins þangað til að þeir uppfærðu þann vef. Þegar að sú síða var uppfærð sá ég að það var hægt að fá vinnsluminni þar á 15 þúsund þegar að hægt væri að fá noname minni hjá tölvulistanum fyrir 16500 kr. Þegar að komið var á staðinn, þá leit ég á minnið og sá mér til mikillar ánægju að þetta var Kingston minni. Svo rann upp fyrir mér að ég þurfti einnig kassa fyrir þetta allt.
Þar sem að vinur minn var á budget sá ég kassa sem kostaði rúmar 7 þúsund krónur. Ég var nokkuð sáttur við þann prís og viti menn, í honum fylgdi með 350w psu með p4 tengi og AUX tengi. Þegar að ég var í þann mund að ganga úr dyrum fattaði ég að ég þurfti að fá splitter fyrir molex tengin. Afgreiðslumaðurinn hljóp inn og rétti mér einn, að kostnaðarlausu.
Saga nr.2
Ég hafði keypt hjá þeim Pinnacle PCTV Rave á 10 þúsund krónur en fattað svo þegar að heim var komið og opnað hafði verið allt, að ég var ekki með loftnet ;)
Þá hringdi ég í þá og spurði hvort að ég gæti ekki fengið að skila þessu, þar sem að ég hefði lítið við þetta að gera. Hann sagði jú, og næsta dag var farið með þetta til baka. Hann tók við þessu, en hann hafði lækkað verðið á PCTV Rave kortinu í 8 þúsund yfir þann tíma sem að ég hafði kortið. Hann lét mig fá 10 þúsund krónurnar til baka þrátt fyrir þessa lækkun á verði og ég gekk ánægður út.
Nýjasta sagan
Ég fór á föstudaginn nýlega til þess að fjárfesta í 80 gb hörðum disk, og ætlaði að fylla hann af efni á smell. Þegar að á smell var komið var það mikið mál að fá hann til að virka. Næsta dag var farið með hann aftur til tölvuvirknis og sagði ég að diskurinn væri eitthvað að haga sér furðulega, hann sagði við mig “Bíddu í 15 mín”
Eftir 15 mín kom hann fram og sagði mér að diskurinn væri bilaður, og rétti mér nýjan. Ég bjóst náttúrulega ekki við svona þjónustu og þakkaði honum mjög vel fyrir, fór út mjög ánægður og skundaði svo á smell og stútfyllti þann disk.
Til gamans má geta að vinur minn var með nákvæmlega eins disk, sem hafði feilað en hann keypti hann í tölvulistanum. Hann fór þangað og ætlaði að skila honum. Þar þurfti hann að fylla út stórt eyðublað og afgreiðslumaðurinn sagði að diskurinn væri “tilbúinn” á fimmtudaginn.
Með þessari grein vil ég benda fólki á að versla við Tölvuvirkni því að þeim er ekki sama um viðskiptavini sína. Linkurinn er hér
http://www.tolvuvirkni.net/
Takk fyrir, Tölvuvirkni og megi þessi verslun ganga vel og aldrei hætta með þessa þjónustu.