Ég hef mikið pælt í þessu, sérstaklega þar sem verðmunurinn er ca 3-4 faldur á sama geymslurými.
IDE stripe VS SCSI RAID5 sem dæmi.
Ef verið er að kópera stórar skrár, þá er nánast enginn munur ef notað er nýtt hardware í báðum tilfellum og SVIPAÐ MIKIÐ MAGN AF GÖGNUM Á RAID KERFUNUM.
Ef verið er að kópera litlar skrár, tekur SCSI RAID 5, IDE stripe í nefið. Mikið hraðvirkara. Margar litlar færslur= gagnagrunnsvinnsla og þessháttar.
CPU load er svipað, því raid controllerinn tekur það hvort sem þú ert með SCSI eða IDE.
Í heimilisvélina fyrir heimilismyndböndin og tölvuleikina er því miklu nær að fá sér IDE og bjóða fjölskyldunni til London yfir helgina. Frekar en SCSI.
Fyrir gagnagrunninn í fyrirtækinu notar þú SCSI ef margir eru að nota hann.
Ég vinn í myndvinnslubransa og þar notum við orðið IDE stripe á vélarnar sem vinna með myndirnar, því það er hraðvirkt með stórar skrár og ódýrara.
Á serverunum er undantekningarlaust RAID 5 eða 2 (Mirror)
Annað sem skiptir verulegu máli er að Sustained transfer rate á HDD er langt fyrir neðan það sem bæði IDE bus og SCSI bus eru að ráða við. Og að það fellur (verulega á sumum diskum) þegar á þá fyllist. Alvöru HDD test síður sína það svo um villist.
Ef þú leyfir Write cache (Sem notar þá loksins bufferinn í disknum til einhvers af viti) í gagnagrunnsvinnslu færðu mikið meiri “hraða” með því að leyfa það, en gagnaöryggi fer í vaskinn.
Svo ég láti mitt álit í ljós á pælingum þínum í að kaupa SCSI. Ég geri ráð fyrir að þetta sé í heimilisvél, og þar ráðlegg ég þér að kaupa frekar P4 með tilheyrandi húllumhæ. Þar færðu mikið meiri hraða almennt.