Jæja, byrjum á byrjuninni:
Titill: DVD vídeó - Hvað er nú það ??? ekki til í mínum orðaforða en hef þó grun um hvað er átt við (;
Sigzi: Svar við spurningu - Nei!
JReykdal: DRX2, eru ekki léleg myndgæði í því korti? …tengt við heimabíókerfi, er Digital útgangur á DRX2?
Það jafnast náttúrulega ekkert á við “standalone” DVD-spilara, það er staðreynd. Þó að maður sé með gott DVD decoder kort s.b. Hollywood Plus (sem er það langbesta í dag) og fjarstýringu.
Ég er með í tölvunni minni á skrifstofunni DVD drif (Creative 6x), afspilunar-kort (Hollywood Plus), Dolby Digital hátalara (Cambridge DTT2500) og 19“ topp skjá þá held ég að ég hafi aldrei horft á heila DVD mynd í tölvunni.
En aftur á móti heima er ég með DVD spilara (hræódýran Tensai sem ég keypti á kr. 17.900,-) og Harman Kardon, Dolby Digital, magnara og allt. Þar horfi ég á myndirnar mínar. En þetta er ekki búið…svo er ég með ferðatölvu með DVD drifi og 14,1” TFT skjá og hikstar aldrei, enda er ATI DVD-vænt skjákort í græjunni. Þar horfi ég líka stundum á myndir þegar ég er á ferðinni og stundum þegar maður er að fara að sofa ;)
Að mínu mati er DVD það sem koma skal í PC tölvum og á sennilega eftir að kúpla “gömlu” geisladrifunum út af markaðnum. En ekki þó sem mynd-diska spilarar, heimaspilarar eiga eftir að lækka mikið í verði. Það er einfaldlega ekkert gaman að sitja við tölvuna, éta popp og horfa á DVD.
There are only 10 types of people in the world:
Og bara svo þið vitið það: Tölvuskjáir ná 110 riðum, ekki sjónvörp :)
DVD spilarar eru betri, það er ekki spurning, en þegar maður er tengir Drx2 kortið sitt við sjónvarpið, þá kemur aldrei hökt hjá mér, hefur aldrei gert það og crystal-clear mynd. Hljóðið er vissulega miklu verra í tölvum, ég er með Soundblaster Live! 1024 og það er ágætt, en suðið verður soldið pirrandi.
Og það kemur alveg fullt af stöffi út á DVD, t.d. PCgamer og svo voru fyrst alveg fullt af leikjum sem komu út á DVD, en núna virðast flestir leikir bara koma út á CD-ROM, því það kaupa svo fáir DVD leikja útgáfurnar.
DVD er ekki alveg _framtíðin_, meira svona nánasta framtíð… þessir huge 10 layera diskar (DVD er 2 layer at most) eða eitthvað er alveg pottþétt framtíðin, þeir hafa svo miklu meiri geymslugetu en DVD diskar.
Kepler out.
0