Það hefur mikið verið spurt um P4 og hvernig hann stendur sig. Svarið er hann er fínn. Hann er mjög góður.
Vandamálið er að hann er með mjög ólíkann arkítekúr en Athlon og P3 og verður þess vegna ekki fýsilegur kostur fyrr en eftir mánuði eða jafnvel ár.
Byrjum á byrjuninni.
Berum saman Athlon og P3.
Athlon er 32bita örgjörfi sem er með x86+3DNow+MMX1 skipanasett. Í honum eru að mig minnir 22miljónir transistorar. Hann er klunnalegur risi.
P3 er líka 32bita örgjörfi og styður x86+MMX1+SSE skipanasett. Í honum eru um 8 miljónir transistorar (smárar?). Hann er vel gerður dvergur með litla reiknigetu.
Þegar við berum þá saman myndi maður halda að Athlon ætti að stinga P3 af í öllum útreikningum. Raunin er að hann gerir það ekki. Ef örgjörfarnir eru bornir saman eru þeir nokkuð svipaðir sama hvað þeir eru að gera, þ.e.a.s ef maður ber þá saman og þeir hafa sama klukkuhraða (t.d báðir 900MHz). Það er vegna þess að í ómunatíð hefur allur tölvuiðnaðurinn verið miðaður við Intel örgjörfa. Vel flest forrit eru gerð til að keyra eins hratt og þau geta á Intel örgjörfum (P2 og P3).
Þess vegna verður hver að virða það við AMD að þeirra örgjörfar eru að keppa og standa sig betur en P3 þrátt fyrir þetta forskot sem stuðningur forritara gefur Intel. Í seinni tíð hefur AMD hægt og bítandi verið að taka framúr Intel og þeir eru nú með mjög hraðvirka og stabíla örgjörfa á hlægilegu verði.
En hvað með P4?
P4 er risi eins og Athlonin. Hann er 64bita og styður sömu skipanasett og P3 en bætir einu við. SSE2. Það sem að dregur úr styrk P4 er að hann er lélegur í x86 skipunum en gífurlega öflugur í SSE2. Vandamálið er að forrit eru eins og er ekki byrjuð að styðja SSE2 og því er P4 oftar en ekki lélegri en Athlon og P3 þrátt fyrir að vera á mun hærri klukkutíðni (MHz).
En hvað á eftir að gerast? Forritarar eru líklegir til að styðja best þá örgjörfa sem mest er til af. Upp á síðkastið hefur Athloninn náð mikilli útbreiðslu og líklegt verður að teljast að forrit sem verða gefin út næstu mánuði verði stillt betur fyrir hann. Hver eru áhrifin? Skoðum hvað gerist ef forrit eru skrifuð þannig að þau virki vel fyrir tiltekna örgjörfa.
Þegar P4 kom út tók Tom Pabst (www.TomsHardware.com) og mældi eiginleika helstu örgjörfana á markaðnum. Eitt af forritunum sem hann notaði til þess að mæla eiginleika mismunandi örgjörfa var FLASK Mpeg, sem er forrit sem er notað til að breyta myndum í Mpeg4. Í þeirri mælingu kom P4 1,5GHz mjög illa út og var seinni en bæði P3 1GHz og Athlon 1,2GHz.
http://www.tomshardware.com/cpu/00q4/001122/p4-02.html
Eftir að þessi mæling kom út komu nokkrir Intel gæjar í Þýskalandi saman og endurbættu FLASK Mpeg og útkoman var stórkostleg. P4 fór fram úr keppinautunum og bætti frammistöðu sína um 366%. Taka ber fram að allir örgjörfarnir bættu sig verulega en P4 langmest.
http://www.tomshardware.com/cpu/00q4/001125/p4-06.html
Eins og komið var mætti halda að P4 væri það allra svalasta á markaðnum. En þá kom AMDZone til sögunnar. Þar eru nokkrir kappar búnir að vera að setja Flask Mpeg upp í frítíma sínum og stilla upp þannig að forritið virki sem best fyrir Athlona. Þeir eru ekki búnir að tilkynna loka gerð forritsins en eins og er segjast þeir vera búnir að láta forritið ganga mun hraðar á AMD heldur en P4 gerði í mælingunum hér á undann.
www.amdzone.com
Útkoman er sú að Athlon 1,2GHz virðist í flestum forritum ganga hraðar eða jafn hratt og P4 1,5GHz þrátt fyrir að forrit séu sett upp til að ganga eins hratt og þau geta, á báðum örgjörfum.
Spurningin er því sú fyrir hvaða örgjörfa verða forrit sett upp? Ég ætla að veðja á AMD. Skipanasettið þeirra 3DNow er orðið þekkt í iðnaðinum og Athlon örgjörfarnir eru með mun meiri útbreiðslu heldur en P4 og á eftir að halda því forskoti næstu mánuði og ár. Annað sem fær mig til að álykta sem svo er framleiðsluvandræði sem hafa hrjáð Intel. Hver man ekki eftir 1GHz P3 örgjörfanum sem var kynntur með miklum lúðrablæstri í sumar. Þeir hafa varla sést til þessa. Ég þekki í það minnsta ekki neinn sem á svoleiðis örgjörfa og samt er ég með hausinn á kafi í tölvum allann daginn og flestir vinir mínir eru performance-freak-nördar. Ég efast því um að Intel nái að pumpa P4 út í slíku magni og á þvílíku verði að þeir nái stórri markaðsútbreiðslu (á næstu mánuðum), sem er það sem þarf til að forritarar fari að skrifa forritin sín fyrir hann.
Ég tel því að þeir sem kaupa Athlon í dag séu að gera mun betri kaup. Mikill kraftur er óbeislaður í Athloninum og ég tel að á næstu mánuðum muni forritarar leggjast í að beisla hann mun meira en hingað til hefur tíðkast. Við munum sjá DDR móðurborð birtast á næstu vikum (um 10% hraðaaukning) og ég vona að Dual Athlon móðurborð komi á Q1 2001.
Að lokum vil ég þakka ykkur sem lásu alla leiðina hingað niður. Þeir sem að vita betur um einhver atriði, endilega komið með aðfinnslur. Ég játa það strax að ég \\\\\\\“held\\\\\\\” með AMD. Ég vona innilega að þeir nái almennilegri fótfestu og veiti Intel samkeppni næstu árin.
[.Love.]YourOldBuddy