3dfx er búið að vera að krafsa í grafarbakkann síðan þeir gáfu út voodoo 3, því er ekkert skrítið að þetta skuli hafa gerst á endanum.
Þetta er ekki slæmt að neinu leiti, fyrir utan náttúrulega að það koma ekki fleiri kort frá 3dfx sem slíkum. Það útaf fyrir sig er nú bara ágætt, þar sem að þeir eru búnir að vera að ýta undir snar vitlausa hluti síðustu ár, eins og þetta FSAA bull sem virtist vera ITTIÐ í fyrra, en gerir EKKERT fyrir 90% af leikjum og hvað þá ef menn keyra í hærri upplausnum en 800x600.
Með velferð fjárfestara 3dfx í huga, held ég að þetta hafi verið það eina sem þeir gátu gert, og ég efa að þeir hafi ekki verði búnir að skoða alla möguleika.
Verðin ættu ekkert að hækka við þetta, því að það eru ennþá aðrir framleiðendur sem geta veitt nVidia mikklu meiri samkeppni en 3dfx hefði nokkurntíman getað. Þar má nefna ATI og Matrox, sem báðir hafa mjög interesting plön í gangi.
Takið þessu jákvætt, og verið ekki að væla þó að þið eigið voodoo kort. Ef þið eruð ný búnir að versla slík kort, getiði ekki kennt neinum um nema ykkur sjálfum, því að það var augljóst fyrir meira en ári síðan að 3dfx væru að kúka á sig.