Ég nota sjálfur Usenet grimmt og hef í nokkur ár.
Það eru til menn sem vilja meina að Usenet sé dautt, en þetta eru sömu mennirnir og sögðu á sínum tíma að UNIX væri dautt.
Þ.e.a.s., menn sem álykta að vegna þess að þeir noti það ekki sjálfir, hljóti það að vera dautt.
Síminn var á sínum tíma með ágætan fréttaþjón, þó að ég hafi ekki notað hann heillengi sjálfur, en ég býst fastlega við því að hann sé þarna ennþá.
Svo virðast menn halda að maður þurfi að nota Usenet eins og IRC, þ.e.a.s. þjóna þar sem að sem flestir eru þvaðrandi daginn út og daginn inn, en það er ekkert tilgangurinn með þeim.
Fréttaþjóninn sem ég nota sjálfur mest er news.mozilla.org, sem inniheldur fréttahópa um hina ýmsu þætti þróunar á Mozilla (a.k.a. Netscape 6), og er ég þar í þeim fréttahóp eingöngu sem er í því að þýða Mozilla yfir á hin og þessi tungumál.
Aftur á móti eru fréttaþjónar út um allan heim, fríir og góðir, með spamvörnum og öðru, sem allir geta nýtt sér og fundið mjög merkilega og gagnlega hluti inni á.
Usenet var ekki, er ekki, og mun ekki verða dautt í nánustu framtíð, þó að meðaljóninn hafi ekki einu sinni hugmynd um að það sé til. Eins og ég segi… sama fólkið sem segir það, og hélt því lengi fram að UNIX væri dautt þar til Linux fór inn á heimili allra undir tvítugu. Þetta er bara þröngsýni og vanþekking á efninu. :)