Smá upplýsingar um þessa græju.

Alcatel 510 er router, og með innsetningar geisladiski sem hefur verið lagaður til af íslenskum innflutningsaðilla til að endurspegla stillingar Landsímans á ADSL, vpi=8 vci=67 fyrir ISDN/pots annars vegar og vpi=8 vci=48 fyrir ppots hinsvegar.

Þegar hann er keyrður inn með setup forriti á disksins þá er valið um annað hvort þessara stillinga, en í raun þá er verið að velja um configuration á græjunni, semsagt mikið meira en bara vpi og vci. Þessar stillingar eru svipaðar Basic stillingunum frá Alcatel.

Það er hægt að skoða þessar stillingar á geisladisknum, en skrárnar eru inn á “setup” möppu sem er á geisladisknum sem fylgir með.

Eldveggurinn kemur sjálfkrafa á, sem er ágætt, annars vegar til þess að verja routerinn fyrir utanaðkomandi fikti, og hinsvegar til þess að verja tölvuna/tölvurnar þínar. Aftur á móti getur þetta haft áhrif á dcc, msn filesend og voice, www, ftp og alla aðra servera sem að fólk kann að vera með innanhús.
Semsagt ef að þú vilt hleypa einhverju inn, og á ákveðnar ip tölur , þá þarftu að opna fyrir það á eldvegginum.

Það er reyndar ekki nóg að opna bara í eldveggnum fyrir traffík, því að það þarf síðan að stilla NAT, en það er frekar auðvelt og hægt er að gera það í vefviðmóti græjunar.

Því miður þá er ekki hægt að stilla eldvegginn til í vefviðmóti græjunar, en þarf að gera það í gegnum telnet, og til að ræsa telnet upp í windows þarf að fara í start og run og skrifa telnet 192.168.1.254 {eða aðra ip tölu ef að hann hefur verið stilltur á aðra ip}

til þess að fræðast um skipaninar sem hægt er að gefa í gegnum telnet viðmótið, þá bendi ég ykkur á command line interface guide frá alcatel

http://speedtouchdsl.com/pdf/cli_guide_570.p df


Ef þið eruð sérstaklega hugrökk og löt þá getiði slökkt á eldveggnum en það er gert í gegnum telnet og nægir að skrifa “ip config firewalling off” án gæsalappanna auðvitað.

Ef að telnettið hræðir ykkur, hringiði í linux gúrú félaga ykkar eða “kerfisstjóra” fjölskyldunar, eða einfaldlega borgiði manni fyrir að gera þetta, en passiði bara að hann sé ekki kerfisstjóri í microsoft office

Hérna er síðan mjög góður vefur um græjunna, og einnig spjallsvæði þar sem að mörgum spurningum um 510 hefur verið svarað.

http://www.sdharris.com/speedtouch510/


svona til að koma ykkur aðeins af stað, ef þið eruð búin að stilla nat fyrir tildæmis vef server innanhús hjá ykkur þá þurfiði að búa til chain [bls 126 í CLI] og hinsvegar búa til rule á það chain [bls 130 í CLI]

annars var það ekki meira í bili