Stutta útgáfan:
Ef þú ætlar í leiki: PlayStation eða Win98.
Ef þú ætlar að *gera* eitthvað (og vilt hafa Windows): Windows NT eða Windows 2K.
Win2K, ólíkt hræbjóðs-systkinunum Win95, Win98 og WinME, er með svokallað protected memory, sem þýðir að þegar forrit krassar, fer það ekki að rugla í minniaddressum hinna forritana. Vegna þess að þetta vantar í Win95/98/ME, fer alltaf *allt* í köku ef eitt forrit krassar. Vegna þess semsagt að forrit hafa þau völd að geta lesið og skrifað hvar sem er í minni sem þeim andskotans sýnist, og þegar þau krassar, myndast minnislekar og allt fer til andskotans.
Í WinNT og Win2K, aftur á móti (eins og í UNIX/Linux), *er* protected memory, sem þýðir að í þau fáu skipti sem eitthvað krassar, ræsirðu bara það forrit aftur. Í Win2K virðist þetta aftur á móti ekki alltaf vera raunin vegna þess að DirectX getur krassað allri vélinni, hef ég heyrt. Aftur á móti er DirectX tiltölulega stöðugt fyrirbrigði svo að verri hlutir hafa gerst.
Win2K er byggt á NT, og þ.a.l. NÝTIR ÞAÐ ÖRGJÖRVANN, ólíkt Win95/98/ME. Hafið þið ekki tekið eftir því að WIn98 er nákvæmlega jafn fokking óþolandi á 75MHz vél og 500MHz vél? Það er alltaf smá krafs í diskinn þegar maður opnar einhverjar möppur. Alltaf hálf sekúnda í bið hér og hálf sekúnda þar?
Þessu hef ég reyndar líka aðeins tekið eftir við Win2K (enda fokking mikið af pointless kjaftæði sem fylgir með, hvort sem maður fílar það eður ei), en tvímælalaust mun minna en var í Win98. NT er nánast alveg laust við þetta, og keyrði ég á sínum tíma NT á 75MHz vél og leið mér eins og ég væri á 200MHz vél með Win95. Á 200MHz vél er einmitt NT bara mjög fínt (nema auðvitað í leiki).
En svona hardcore munurinn? Well, Win95/98/ME er klöngrað einhvern veginn saman og hent út á ódýrasta og heimskasta markhópinn… WinNT var gert með vott af rökhugsun og Win2K er byggt á því svo að það nýtur a.m.k. einhvers af því. :)
Og hvort þú eigir að nota Win2K, Win98 eða WinME? Þarf ég að svara þessu?
ÞÚ ÁTT ALLTAF AÐ NOTA WINDOWS NT EÐA WIN2K ÞEGAR ÞÚ NOTAR WINDOWS! EKKI STUNDUM, EKKI OFTAST, HELDUR ALLTAF! Ókei? :) Settu þessa andskotans leiki í PlayStation-hlutann.