Mér varð það á að kaupa Móðurborð, Örgjörva og Viftu í
Tæknibæ, sem ætti ekki að vera tiltökumál,
nema að viftan fór ekki í gang, sem var ekkert mál þeir skiptu
henni án vandræða, nema hvað að mér þótti hún óeðlilega
hávær, svo ég fór aftur og vildi fá innleggsnótu fyrir henni, en
að þeirra mati var þetta eðlilegur hávaði, þannig að ég fékk
innleggsnótu þar sem þeir tóku 15% af kaupverðinu. (Þess
ber að geta að henni var skilað í upphaflegum umbúðum og
kæligel pokinn hafði ekki verið opnaður, og henni var skilað
20 mín eftir að ég fékk hana)

Ég fór svo og keypti sambærilega viftu í Tölvulistanum á
sambærilegu verði, og í henni heyrist svo til ekkert (og að
sjálfsögðu byrjaði ég ekki á að fá ónýta viftu hjá þeim)

Einnig ber að geta að viftan sem tæknibær seldi mér fyrir
móðurborðið sem var líka keypt hjá þeim passaði mjög illa í
sem
eitt og sér ætti að duga til að veita skilarétt.

En punkturinn hér er, hvaða rétt hafði tæknibær til að hirða
þessi 15% ?

Sem Tölvunarfræðingur, sem vinnur með svona búnað
daglega þá tel ég mig hafa nokkuð marktækan samanburð á
hvað telst eðlilegt og hvað ekki varðandi hávaða í vélunum.

15% af viftu er ekki stór upphæð, en þetta hvernig þeir taka á
þessu máli fær mann til að velta því fyrir sér hvort málin séu í
lagi hjá þeim, því það er ekki ólíklegt að þeir láti eins með
dýrari hluti.

Hér er hef ég að sjálfsögðu ekki tekið á því mikla veseni sem
þetta kostaði, fyrst að skila ónýtri viftu, svo hinni og redda
annari.

(Afrit af þessu bréfi fór til Neytendasamtakanna)