Vegna greinar sem að birtist hér á vefnum í gær sem að var verið að kvarta yfir “spyrðu sérfræðingin” á vísi.is og fólk er yfir höfðuð ekkert ánægt með sérfræðingaþjónustu hér á íslandi, á vefnum, tech support hjá ýmsum internetþjónustum, eða á verkstæðum hér á landi sem fyrirfinnast ein mestu fífl sem að hægt er að finna í þessum bransa(og minni ég á að það er akkúrat 0% af þessu liði sem að er eitthvað menntað í þessu), til hvers þá þyrftu fyrirtækin að borga þeim miklu meiri laun. Því ekki að leita út fyrir landsteinana…..

Hér ætla ég að benda á erlenda vef sem að mér finnst einn öflugasti hjálparvefur sem að fyrirfinnst í heiminum í dag og ber hann heitið Askme.com. Þarna er hægt að finna nákvæmlega ÞINN flokk og þarna eru gaurar sem að virkilega svara þér og vita nákvæmlega hvað er það sem að amar að hjá þér. Ég ætla að renna hér yfir hlutann sem að snýr að tölvum og tækni en hægt er að finna flokka eins og íþróttir og pólitík, listir, og fleira og fleira….innan sviga er svona undirflokkar sem eru í viðkomandi parti.

Þarna er meðal annars hægt að finna:
Apple machintosh,
Gervigreind,
smíði vefsíðna( flestöll vefforritunarmálin…),
jaðartæki(viðgerðarhjálp við tölvur,örgjövar,móðurborð, hljóðkort,módem og adsl og margt fleira),
Netkerfi(E-mail kerfi, ethernet,heimanet,LAN o.fl)
Öryggismál(Internetöryggi,netkerfisöryggi o.fl)
Lausnir á tölvusviðum,
tölvur fyrir byrjendur,
tölvutengd tæki:(hljóðkerfi,bílagræjur,stafrænar myndavélar, dvd spilarar,gps staðsetningartæki,eldhústæki,videó o.fl)
Gagnagrunnar:(microsoft access,oracle,SQL,sybase)
E-mail:(oulook,etiquette,Online services o.fl)
internetið og vefurinn,
Margmiðlun
Stýrikerfi:(BE,DOS,LINUX,MAC,windows fjölskyldan,NOVELL,UNIX)
Pc tölvur:(
Forritun: (4gl´s, HTML fyrir lengra komna,ASP, HTML,c &c++, CGI,COBOL,Coldfusion,CSS,DELPHI,Dhtml,FLASh,Java, PHP,qbasiz,visual basic,Pascal o.fl.
Hugbúnaður: (MP3 o.fl)
“kerfisverkfræði!!!” vó… ,
Tækniferli:
Tækniæfingar
samskiptaleiðir
Tölvuleikir
Sýndarveruleiki og þrálaus tækni



Þarna er vikilega hægt að fá svör, ég hef verið að skoða þetta vel og lengi og svörin er stundum 10x lengri en spurningin, svoleiðis mundi aldrei vera gert hér á landi. Svo ekki sé minnst á svörin sem stundum virðast vera á hebresku, fólki er stundum bent á að skrifa einhverja línu inn í einhverja kerfiskrá sem og tiltenka línan virðist bara innihalda tölur og tákn, þá fer maður að halda að hann viti nákvæmlega hvað er að hjá þér og hann viti alveg hvað þú ert að tala um!!!! :)

Skellið ykkur á ASkme.com og finnið út af hverju það finnst stundum brunarlykt af henni þegar þið eruð að ræsa tölvuna þína eða af hverju það kemur hin svokallaði “Bluescreen” á 5 mín fresti hjá ykkur.