http://www.electronicnews.com/enews/news/5622-336NewsDetail.asp
Þeir sem hafa ekki fylgst með þessu öllusaman þá kemur hér smá lýsing. RDRAM er hannað af Rambus og er 16bit serial minni, SDRAM og DDRAM er aftur á móti 64bit parralel minni, eina sem RDRAM hefur framm yfir hitt er klukkuhraðinn, sem nær allt að 800mhz. Bandvíddin á 800mhz RDRAM er 1600MB/s á meðan 100mhz DDRAM nær líka 1600MB/s. DDRAM getur auk þess keyrt á 133mhz og nær því 2100MB/s bandvídd, og á næsta ári munum við sjá chipset sem mun gera það mögulegt að tvöfalda þessa bandvídd.
Fyrr á árinu þá komu þeir allt í einu upp og sögðust eiga SDRAM og DDRAM leifið sem JEDEC samstarfsaðilar höfðu hannað, málið er að einhverjir Rambus starfsmenn voru partur af JEDEC og gátu því fengið einkaleifi á þessu. Samningur milli JEDEC aðilana var að enginn mátti sækja um einkaleifi á tæknini sem var hönnuð af þeim, þannig braut Rambus þann samning. Í sumar hafa Rambus menn svo verið uppteknir á að kæra alla minnisframleiðendur og fá þá til að borga þóknun fyrir SDRAM og DDRAM minni og hafa einhver samið við Rambus um þessa þóknun. Afleiðingar þess sem Rambus er að gera er einokun á minnismarkaðnum og hugsanlega að RDRAM verði eina minnið á markaðnum
Þess má geta að PS2 notar RDRAM minni, mótmælum og söfnum saman öllum PS2 tölvum um áramótin og höldum brennu ;)
_______________________