Sko, BT er í sjálfu sér ekki léleg búð. Verðin eru frábær og þeir eru vanir að fá dót á undan öðrum. Samt, þjónustan er hreint ömurleg og það er ekkert sem heitir “customer satisfaction”. Maður bíður í kortér við kassann á meðan að einhver stelpa talar í símann. (…ha, í alvöru?… já, Svenni er alltaf svo rosalega… ég var að kaupa nýjan háralit. ég get ekki beðið eftir að geta sýnt þér…) Ef maður fer að gefa í skyn að maður muni einfaldlega fara án þess að kaupa neitt, þá virðist stelpunni vera alveg sama!
Vinur minn er að fara að vinna þarna í söludeildinni. Ég kenndi honum nokkra góða frasa:
“Já, ég er með svona í vélinni minni. Virkar rosalega vel.”
“Þessi er sá langbesti á markaðun í dag.”
“Ha, GeForce 2? Hvað er það? Bíddu aðeins… Siggi!”
“Já, biddu gaurana inni á verkstæði að bjarga þér.”
“Hann kemur eftir nokkra daga.”
…og svo mætti lengi telja. Ég hef heyrt alla þessa frasa margoft, á fleiri til.
Royal Fool
Bringing smiles to sappy faces