Remington 1100 G3 Ég keypti mér eina svona (12 gauge) síðasta sumar. Ég hef ekki ennþá prufað hana en svona smá upplýsingar fylgja sem ég fékk af remington.com

hún er gas skipt og er hægt að fá hana bæði í 12 og 20 gauge og hún tekur bæði 2 ¾” og 3” magnum

Hún er með Realwood,® skefti sem er carbon stirt hnota. Þetta er rollsinn í 1100 byssunum og var hætt að framleiða hana eftir að alheimskreppan byrjaði(2009), þar sem kaninn hætti að kaupa dýrar byssur. (1 af ástæðum þess að hún var dýr var sú að hún kom í 150 dollara byssutösku)


Eini gallinn við hana er púðinn á skeftinu en hann er mjög leiðinlegur og á það til að festast í fötum, þannig að ég lét leðurklæða hann með ljósbrúnu leðri.