Sæll.
Andaveiðar á þessum tíma ársins geta verið jafnt á tjörnum inn til landsins eins og við sjávarsíðuna.
Þannig er að Stokkendur þurfa að drekka ferskvatn ca 2 til 4 sinnum á sólarhring og það nýtum við okkur.
Þegar það frystir frýs allt ferskvatn í skurðum og pollum inn til landsins þannig að fuglin sækir í sjóinn í æti og sækir í litla ferskvatnspolla og ár þar sem þær renna útí sjó.
Þá eru miklu meiri líkur á góðri veiði á önd, það er að segja þegar allt er frosið inn til landsins.
Endur fljúga allan sólarhringinn og geta léttilega flogið í svarta myrkri, það er frekar að stíla inná sjávarföllin.
Best þegar réttu sjávarföll og ljósaskipti eru á sama tíma.
Stokkönd er að éta þara við sjávarsíðuna og er í æti þegar það er að fjara út og þangað til að búið er að flæða nokkuð að.
Ef að flóð og ljósaskipti eru á sama tíma eru mestu líkur á að fá mest flug.
Vatnsból hjá önd þarf ekki að vera náttstaður hjá henni, en mikla líkur á því að hún komi oftast á sama staðin til að fá sér að drekka.
Einnig er líka hægt að skjóta endur í yfirflugi við sjávarsíðuna , þær fjúga oftast mjög nálægt ströndinni og um að gera að vera á tanga , eða steinum sem standa lengra útí sjóin en ströndin þá eru miklar líkur á beinu yfirflugi. Þá er bara að vita munin flugi æðarkollu og stokkönd, Æðarkollan flýgur mjög lágt yfir sjóinn oft undir 3 metra hæð, en stokköndinn í 15 til 30 metra hæð og blakar vængjum mun hraðar. En í rökkri er það hæð frá sjó sem segir allt sem þarf að vita til að fatta hvor tegundin þetta er !!!
Öndin er frekar blind á feluliti en verulega skörp á að sjá minnstu hreyfingar, Þannig að trixið er að vera kyrr.
Mín reynsla segir það algera nauðsyn að hafa hund á andaveiðum.
Þetta var smá um stokköndina,,, varstu með eitthverja aðra tegund í huga ??
Kær Kveðja Wirehair.