Sælir
Veit einhver hérna eitthvað um Andakílsá? Ég fór þangað um verslunarmannahelgina og varð ekki var við einn einasta fisk. Reyndar var búið að vera grenjandi rigning og rok, áin var vel brún á litin.
Þar sem ég kem til með að fara þangað aftur fljótlega, þá væri gaman að vita um hvaða veiðistaðir eru að gefa best, hvaða flugur og svo bara hvernig á veiða hana. Tekur fiskurinn yfirleitt uppi eða niðri t.d. ? Hvaða tími er bestur?