Þú getur t.d. prófað Haukadalsvatn og Haukadalsánna, bleikjan ætti að vera farin að ganga þannig að það gæti verið sæmileg veiði í vatninu. Þú getur fengið veiðileyfi á Stóra-Vatnshorni, ég er ekki alveg hvernig er með veiðileyfin í ánni en þau geta örugglega gefið þér upplýsingar um það á bænum. Svo eru nokkrar fínar bleikjuveiðiár þarna á svæðinu en það er örugglega uppselt í þær s.s. Miðá, Hörðudalsá, Hvolsá og Staðarhólsá. Annars er líka hægt að nálgast fínar upplýsingar á <A HREF=www.nat.is>www.nat.is</A