Ég biðst afsökunar hvað ég var lengi að svara þessu hjá þér Spuncken, er búinn að vera mjög upptekinn í veiðitúrum á austur landi og líka allveg gleymd að kíkja hingað inn, en hér kemur það.
Ég er mikið fyrir neðan bílastæðinn þarna í Vatnvíkinni,undir gjábakkastíg, annað nafn er líka vellankatla, vatnið liggur beint fyrir neðan vegin. Ef þú horfir úr á vatnið frá bílastæðinu þá sérðu hrygg sem kemur frá landi svo að segja í bogatrekni línu. Ég er mjög oft á þessum hrygg en þú verður að fara mjög varlega til að komast á hann. Það er sæmilegt dýpi áður en þú kemur á hann (um 90cm kannski) og bið ég þig að fara mjög varlega því að það er 50cm breið hola þarna sem ég steig næstum í, maður sér ekki í botninn á henni :) það er hægt að láta mann hverfa þarna ef maður vill.
Ef þú kemst á þetta sker (hrygg) þá er um að gera fara ekki á endan á því, því kuðungableikjan lyggur mjög oft þar fyrir framan, svona þegar hún er komin í vatnvíkina.
Svo kemur lítill tangi þarna sem er einnig gott að kasta frá í allar áttir, þú getur einnig kastað að hryggnum sem ég nefndi fyrr en þú nærð ekki alla leið að honum.
Ef þú horfir til hægri frá tanganum sérðu litla vík sem bleikjan liggur oft í.
Vonandi er þetta ekki of ruglingslegt hjá mér. Annars á ég betra með að sýna þetta á korti.
Ef þú hefur einhverjar fleirri spurningar þá skal ég glaður reyna að svara þeim. Verð meira að skoða þetta á næstunni.