Sælir hugarar.
Ég er farinn að “halda” að allir veiðimenn séu lygarar, hvar og á hvað eru menn að fá þessar stóru bleikjur sem allir eru að tala um í Þingvallavatni? Stærsta bleikjan sem ég hef fengið þarna er 320 gr en svo eru menn að tala um allar bleikjurnar á milli 2 og 4 pund? Er þetta lygi eða er ég að gera einhverja tóma helvítis vitleysu?
Ég veiði yfirleitt í Miðfellslandi (foreldrar mínir eiga bústað þar) og undir Kárastöðum, þessi 300 gr bleikja sem ég fékk var undir virkjuninni. Ég nota yfirleitt peecock eða Black Zulu. Hjálpið mér nú að fá þennan stóra eða segið mér að það sé vonlaust :)