Hæ
Það eru alveg skrilljón búðir hérna sem selja allt mögulegt sem tengist veiði.
Allar stóru íþróttabúðirnar, veiðibúðinar og bensínstöðvar eru með einhverskonar veiðibúnað til sölu.
En það er kannski eitt sem þú ættir að hafa í huga þegar að þú kaupir veiðibúnað. Ekki kaupa sett sem innihalda allt. Hljómar kannski undarlega en það er bara þannig að flest af þessum settum eru ekkert sérstaklega endingargóð. Svo er alltaf í þeim eitthvað af hlutum sem ekki eru notaðir. Eins og td. flugupakkar á bensínstöðvum, kosta kannski 1500 kall en 12 flugur eins og dragdrottningar og 2 nothæfar. Mæli frekar með að fara í veiðiverslun, fá aðstoð, gera grein fyrir hversu miklu þú vilt eyða í græjur og láta setja saman pakka fyrir þig með þeim hlutum sem þarf og er mælt með. Þar ertu kominn allavega með einhverskonar ábyrgð á hlutunum. Auðveldara að fara aftur í veiðibúðina og kvarta en að fara að eltast við einhvern heildsala á bensínstövarkitti til að fá nýtt.
En kannski er þetta ekki alveg það sem þú spurðir um en ég get mælt með Veiðihorninu, Útivist og veiði, Útilíf, Intersport, Veiðivon, Vesturröst (verða víst að vera með þrátt fyrir mikla gagnrýni á öðrum veiðivef…) og Veiðibúðin við Lækinn.
Spúnar og þannig dóterí fást á þessum stöðum en eflaust hægt að fá ódýrari á bensínstöðvunum
Bæ
Millennium