Sæll Moose.
Þetta er Rádýr sem að Gummi Gísla hefur plaffað þarna á þessari mynd. Þetta er “bukken” eða tarfurinn. Það sést á því að hann er með horn. Rádýrsbeljunni vaxa ekki horn.
Þau finnast víða rádýrin og eru dreifð um alla Skandinavíu. 16.maí má byrja að veiða tarfana í Danmörku og þá er hátíð í bæ. Ég fór á rádýraveiðar þennan dag í Danmörku. Vopnið sem mér var skenkt var Ruger MK II cal.30-06
Reyndar hefði 222 cal. alveg dugað en svona vopn eru víst skylda þarna úti. Engan fékk ég nú tarfinn í þessari fyrstu rádýraveiðiferð minni en komst reyndar í svona, jah….ég vil nú ekki kalla það færi…300 metrar voru á milli manns og dýrs þannig að ég leyfði Bamba litla að njóta vafans.
Kveðjur að norðan,
Rafaello.
www.sjobudin.is