Hæ
Kleifarvatn.
Leyfið færðu á ESSO bensínstöðvunum í Hafnarfirði og á
http://www.agn.is/veidileyfi.asp?cat_id=970 - 800 eða 1000 kall minnir mig.
Flugur eru bestar til veiði þarna en hitt er náttúrulega vel brúklegt og gefur vel. Svartar flugur hafa reynst mér bestar þarna, td. Mobuto og svo er peacockinn alltaf sterkur. Prófaðu tangann nyrst í vatninu í vesturátt. Svo eru góðir staðir í kringum stapana, þá aðallega Syðri-stapann (að vestanverðu í vatninu við veginn). Sunnan undir Syðri-stapa hafa verið að veiðast mjög fínir fiskar núna.
Hlíðarvatn.
Er ábyggilega uppselt í vatnið núna hjá Stangaveiðifélagi Hafnarfjarðar og Ármönnum. Hringdu samt í veiðifélagið í Þorlákshöfn og á Selfossi því þar eru stundum til lausar stangir í vatnið.
Það hefur verið að veiðast ágætlega í Hlíðarvatni núna er mér sagt. Kíktu í veiðibækurnar í veiðihúsunum og fáðu upplýsingar um staðina á kortum sem eru þar líka. Ef þú sérð veiðimenn þá er bara að spyrja þá. Botnavíkin hjá Ármannahúsinu er mikið veidd og svo eru staðirnir í kringum Hafnarfjarðarhúsið líka í lagi eins og td. Mölin (sem er vestan við húsið). Litlar púpur, peacock original og með kúlu, tailor, Alma Rún o.fl. Ekki má veiða á beitu en spúnn er leyfður.
<b>Góða veiði</b>
-Millennium