Hraunsvatn er frekar stórt vatn,, mun stærra en ég bjóst við miðað við staðsetningu. Ég fór á ættarmót að Hrauni í fyrra sumar og gengum við upp að vatninu og renndum fyrir fisk. Hrikalega mikið af smáfisk, ca 10 cm langir. Við veiddum á spón. Beit á í hverju kasti, heimamenn segja að það séu einnig vænir fiskar í vatninu en við sáum ekki slíka fiska.
Við gengum frá Hrauni og upp það tók rétt um 1 klst með krakkana með okkur. En það er ekki styðsta leiðin. Það er mun styttra að ganga frá næsta bæ ofar í Öxnadalnum ( veit ekki hvað hann heitir) þar er hægt að komast á bíl upp að hlíðinni, þá er bara beinn gangur upp. Ég sá engan veg þarna, það er hestastígur og göngustígur, ekki sérlega bratt, skemmtileg ganga fannst mér.
Gangi þér vel. Láttu mig vita hvernig gekk (ef þú ferð).
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..