Fullt af fiski í Meðalfellsvatni, leynast stærri inn á milli en flestir eru álíka stórir og venjulegur streamer.
Hraunsfjörðurinn á víst að vera drjúgur í bleikjunni en ég hef ekki farið þangað sjálfur. Stærðin þar er á milli 1-2 pund.
Fyrir þá stærstu mæli ég með Þingvöllum, fyrir landi þjóðgarðs. Allvöru drjólar sem fást þar, reyndar mikil kúnst að ná þeim en stundum getur maður verið heppinn.
Mæli virkilega með spjallinu inná www.veidi.is og svo auðvitað www.votnogveidi.is fyrir helstu fréttirnar.