Rjúpnaveiði.
Hef heyrt að 90% veiðimanna veiði 10% af heildarafla allra veiðimanna landsins en hin 10% veiði 90% skotna rjúpna? Ertu sammála þessu? Allavega veiða flestir veiðimenn sem ég þekki um 50 rjúpur yfir allt tímabilið á meðan nokkrir hafa verið að veiða hátt í 500 fugla. Og svo, ég heyrði að það væri komin einhverskonar hámarksafli á rjúpnaveiðimenn. Er það satt?