Þú segir að aldur á byssuleyfi sé 21 ár.
þetta stendur á
http://logreglan.is/subqa.asp?cat_id=416&module_id=220&element_id=1529Hvaða aldursmörk gilda um leyfi til að eiga og nota skotvopn?
Samkvæmt vopnalögum nr. 16/1998 og reglugerð um skotvopn, skotfæri o.fl. nr. 787/1998 er ekki heimilt að gefa út skotvopnaleyfi fyrir yngri en
20 ára og skotvopnaeign miðast við þann aldur líka. Þetta á við um öll skotvopn, þar með talda loftriffla.
Engin ákvæði eru um að heimila yngra fólki að sækja skotvopnanámskeið. Sú starfsregla hefur verið viðhöfð að samþykkja ekki nemendur fyrr en þeir hafa náð 20 ára aldri.
Samkvæmt 12. gr. reglugerðarinnar geta lögreglustjórar hins vegar heimilað viðurkenndum skotfélögum æfingar og keppni með loftrifflum og fl. í yngri flokkum (15-20 ára), enda tilnefni félagið sérstaka leiðbeinendur. Slíkt er bundið við æfingar og keppni á viðurkenndum skotsvæðum og skotvopn skulu þá vera í eigu skotfélaga.