Það er nú ekkert tiltökumál að ein rjúpnaskytta villist fyrsta daginn. Ég er nú búinn að vera björgunarsveitarmaður í 10 (hmmm, eitthvað líkt frasa sem ég hef heyrt áður…) og ég verð að segja það að það er mikill, mjög mikill munur á fjölda leita að veiðimönnum síðan í den. Fyrstu 2-4 árin mín í björgunarsveit þurftum við að fara í fjöldamargar leitir að skyttum sem höfðu villst en í dag er hægt að telja þetta á fingrum annarar handar. Botninn tók úr þegar að að mig minnir 1989 sem engin leit hér í nágrenni Reykjavíkur var boðuð vegna kunnáttu skyttna á áttavita og á hin vinsælu GPS tæki sem voru að ryðja sér til rúms meðal almennings. Það sem hafði verið spennandi björgunarsveitarstarf í byrjun rjúpnavertíðar þar sem kom fyrir að maður var kallaður í útkall í lok annars útkalls og náðum við kannski 3-4 leitum yfir helgi þegar best gaf, er nú orðið aðgerðarlaust og niðurdrepandi hangs…
En annars hvet í veiðimenn að hafa með sér áttavita, spá í kort og finna út neyðaráttir (þær áttir sem enda á vegi eða einhverjum kennileitum sem hægt er að staðsetja sig) ef þeir lenda í villum. GPS tækin eru frábær en menn þurfa að kunna á þau og vera vissir um að batteríin séu hlaðin. Fundum einu sinni mann sem var með splunkunýtt og fislétt GPS sem bara virkaði ekki. Óvart hafði gleymst að setja batteríin í áður en hann fór úr bílnum sem var 500 metrum frá honum.