já, portaðar þrengingar eru þrengingar sem standa fram úr hlaupinu 1 - 2 tommur. Þær eru með nokkrum boruðum götum allan hringinn. Það er líka kallað að “porta” hlaup að bora nokkur göt á það framarlega. Portunin gerir það að verkum að bakslagið minnkar, þar sem hluti þrýstingsins sem skotið myndar fer út til hliðanna, en ekki beint út úr hlaupinu. Þetta hefur að vísu þann galla að þetta er mjög óþægilegt í kvöldflugi, þar sem það blossar það mikið upp úr byssunni og til hliðar að maður hálf-blindast eftir fyrsta skot.