Vísindamenn fara á hverju ári og taka stöðuna á fiskstofninum í Öxará. Í leiðinni veiða þeir nokkra fiska til mælinga, en þeir veiða þá í net og sleppa strax aftur að loknum mælingum og er algengt að sami fiskurinn veiðist ár frá ári.
Þær myndir sem þú ert að vísa til eru því að öllum líkindum teknar við slíkt tækifæri, enda eru fiskarnir þar vænir og gæfir, a.m.k. á haustinn.
En eins og bent hefur verið á er veiði óheimil í Öxará (a.m.k. fyrir neðan fossinn) en veiðar vísindamannanna ganga út frá því að skaða ekki fiskinn og eru í rannsóknarskyni.