Finnst fleirum en mér alveg ótrúlega lítið svarað hérna á korkunum og lítið um að vera hérna? No offense, sko, mér finnst bara eins og nær engum korkum sé svarað.
hmmm… ég er nú frekar lítið hérna núna. Rjúpan er að byrja eftir nokkra daga (jeiiii!!!) en núna er nottla lægð í allri veiðimennsku. (flest)Öll stangveiði er hætt, gæsaveiði í lágmarki (fáir sem stunda það NÚNA) og rjúpan ekki byrjuð strax. En 15. október - 22. desember munu ábyggilega streyma inn veiðisögur og þá verður nóg að tala um hérna á korkunum ;)
Hérna færðu svar divaa ;)
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.
Eða sitja einir að kjötkötlunum. Skiljanlegt að menn vilja vera öruggir með sína eigin staði. Lánaði einu sinni manni gps tækið mitt því hann hafði fengið upp einhvern punkt upp á hálendi þar sem gæsa var von. Nú jæja, ég glaður lánaði honum tækið ásamt nokkurra ára samansafnaðra punkta og plottum úr sleðaferðum af landinu. Hann náði einni eða tveimur og restoraði tækið aþþí að hann kunni ekki að eyða þessum eina punkti… héðan frá mér að þessum punkti eru ekki minna en 500 km í loftlínu þannig að mér var nokkurn veginn alveg sama um staðinn. En vonandi er alveg fullt af fugli þarna sem fær að vera í friði.
ef þú hefur eitthvað til málanna að leggja koddu þá með eitthvað sniðugt og leggðu þá þinn skerf í veiðilegar umræður. er viss um að einhverjar skoðanir eða spurningar eru til hjá þér.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..