Ég er ekki viss með tímann, en ef maður ætlar að fá sér alvöru skammbyssu, þá þarf maður að hafa verið virkur meðlimur í skotfélagi í tvö ár og hafa átt byssu í tvö ár og auðvitað skotvopnaleyfi, svo og aldur til þess að hafa fullt leyfi.
Og jafnvel þótt ofantalin skilyrði séu uppfyllt í einu og öllu, þá er samt ekki víst að maður fái leyfi fyrir skammbyssu…
En pointið með þessari löngu sögu er sá að ef maður á sjéns á því að geta keypt sér skammbyssu eftir tvö ár í skotfélagi, þá hlýtur að vera amk styttri eða jafnlangur tími þar til maður getur keypt sér loftbyssu… En svo eru íslensk lög voða torskilin þannig að það gæti allt eins verið að maður þurfi að vera í tvö ár til að fá alvöru skammbyssu, en sjö ár til þess að fá loftbyssu. :P