Get og ekki get. Ég get alveg heilmikið, t.d. var ég að fullyrða um þetta fyrir stuttu. Hvort fullyrðingin sé rétt er svo aftur allt annað mál og algjörlega undir hverjum og einum komið hversu mikið mark þeir taka á mér.
Ef að ég segði t.d. að rigning sé frábær. Það er fullyrðing en það er algjörlega undir þér komið hvort þú tekur mark á mér eða ekki. Mér finnst rigning hið besta veður og Hítarvatn hið besta vatn og ég fullyrði um bæði án þess að blikka auga. Svo er það bara mál hvers og eins hvort þeir trúa mér eða ekki.